Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
13 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar VIÐSKIPTAVINURINN — hver vill kaupa? Þessi opna er hugsuð til þess að fá nemendur til að setja sig í spor viðskiptavinanna. Því meiri skilning sem þeir hafa á heimi viðskiptavina og þörfum þeirra, þeim mun auðveldara er að hanna vöruna, búa til markvissar auglýsingar og selja vöruna. Hér búa nemendurnir til „hinn dæmigerða viðskiptavin“, sem er verkfæri sem notað er til að setja sig í spor viðskiptavinanna. Með því að persónugera viðskiptavininn verður auðveldara að setja sig í spor hans. Sem kennari þarft þú að hvetja nemendur til þess að nota ímyndunaraflið og láta eins og þeir þekki nú þegar hinn dæmigerða viðskiptavin. Efni: • Tímarit, blöð • Skæri • Límstifti • Blýantar eða tússlitir Ferlið: 1. Láttu nemendur búa til klippimynd af hinum dæmigerða viðskiptavini. Hvernig halda þeir að viðskiptavinurinn líti út? 2. Láttu nemendur fylla út spurningareitina út frá hugmyndum þeirra um hvernig viðskiptavinurinn gæti verið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=