Vertu þinn eigin yfirmaður

8 9 3 Vertuþinneiginyfirmaður|0000|2018Menntamálastofnun Í REYKJAVÍK ANNA 25 Í VINNU Í GEGNUM FACEBOOK OG MEÐ ÚTVARPS- AUGLÝSINGUM ÞETTA ER EINFÖLD OG GÓÐ LEIÐ TIL AÐ DEILA BÍL MEÐ ÖÐRUM UMHVERFISMÁLUM OG AÐ BÆTA SAMFÉLAGIÐ Viðskiptavinurinn – hver vill kaupa? Búðu til klippimynd eða teikningu af viðskiptavini þínum Ég bý ... Og ég er Hvernig er best að koma auglýsingum til mín? Ég heiti ... Ég er ára Ég hef áhuga á ... Ég kaupi vöruna af því að ... Viðskiptavinurinn – hver vill kaupa? Þú ert með vöru sem þú vilt selja, nú skaltu prófa að sjá fyrir þér viðskiptavininn sem á að kaupa þessa vöru. Veltu því fyrir þér hverjum þú vilt selja vöruna. Því betur sem þér finnst þú þekkja viðskiptavininn því auðveldara er fyrir þig að búa til auglýsingar og finna réttu staðina til að auglýsa vöruna. Hér skaltu ímynda þér hinn dæmigerða viðskiptavin þinn. Reyndu að sjá hann eins ljóslifandi fyrir þér og hægt er, reyndu til dæmis að hugsa þér hvernig hún/hann gæti litið út, hvernig hún/hann er klædd(ur), hvort hún/hann á börn o.s.frv. • hvernig lítur hann/hún út? • á hvaða aldri er hann/hún? • hvaða áhugamál hefur hann/hún? • hvar býr hann/hún? • hvernig er hann/hún klædd? • á hann/hún gæludýr? • á hann/hún börn? Vinnublað: Búðu til klippimynd af viðskiptavininum eins og þú ímyndar þér að hann líti út, gefðu honum nafn, ímyndaðu þér hvernig hann myndi svara spurningunum og skrifaðu það inn á vinnublaðið. Ég bý ... Hvar heldur þú að viðskiptavinur þinn gæti búið? Ég starfa við ... Við hvað heldur þú að viðskiptavinurinn vinni ef hann er fullorðinn einstaklingur? Þú getur þekkt mig á ... Hvernig getur þú þekkt viðskiptavin þinn? Skrifaðu niður nokkur stikkorð, t.d. „mjög mikið að gera“, „hrifinn af dýrum“, „flott föt“, „mjög hrifin(n) af merkjavöru“. „lítur alltaf vel út“, „kann að meta röð og reglu“ o.s.frv. Ég hef áhuga á ... Hefur viðskiptavinur þinn áhuga á hollum mat, tónlist eða kannski að innrétta heimili sitt? Ég kaupi vöruna af því að ... Skrifaðu niður hvað þú heldur að það sé sem viðskiptavinurinn kann að meta við vöruna. Hjálpar varan henni við eitthvað? ... er varan flott? ... finnst henni hún flott með vöruna? ... sparar varan tíma? o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=