Vertu þinn eigin yfirmaður
6 7 Vertu þinn eigin yfirmaður | 0000 | 2018 Menntamálastofnun 2 Ert þú góð(ur) í að skrifa texta? Kannt þú að búa til myndbönd? Getur þú hljóðsett? Ert þú góð(ur) í að semja sögur? Ert þú góð(ur) í að segja sögur? Getur þú tekið góðar ljósmyndir sem segja sögu? Sagnamenn/-konur Skapararnir Rökfræðingarnir Brúarsmiðirnir Áttu auðvelt með að reikna og vinna með tölur? Ertu tölvusnillingur? Finnst þér gaman að koma skipulagi á hlutina? Finnst þér gaman að rannsaka hvernig aðrir fara að og finna réttu lausnina? Ert þú góð(ur) í að nota samfélagsmiðla? Færðu margar hugmyndir? Finnst þér gaman að hanna? Átt þú auðvelt með að setja hluti fallega fram? Kanntu að teikna og mála? Áttu auðvelt með að búa til líkön? Ertu handlagin(n)? Getur þú auðveldlega lagað hluti? Finnst þér gaman að tala við fólk? Ert þú góð(ur) í að halda kynningar? Áttu auðvelt með að selja? Áttu auðvelt með að fá vini þína til að vinna saman? Finnst þér gaman að vera í hópi? Í hverju ertu góð(ur)? Vinnublað: Skoðaðu reitina fjóra og finndu svið sem þér finnst þú vera sérstaklega góð(ur) í eða eitthvað sem þú telur þig auðveldlega geta gert. Gerðu hring utan um það. Þú getur líka sett inn vini þína, fjölskyldumeðlimi eða bekkjarfélaga sem þú telur að búi yfir sérstakri þekkingu. Notaðu mismunandi liti til að merkja þá með. Í hverju ertu góð(ur)? Líttu núna á það sem þú ert sérstaklega góð(ur) í. Það er mikilvægt að vita það þegar þú stofnar fyrirtækið þitt. Það borgar sig oftast að nota tíma sinn í það sem maður er sérstaklega góður í að gera og vinna með öðrum að því sem þér þykir erfiðara. Merkilegt nokk þá vitum við ekki alltaf hvað það er sem við erum góð í. Hæfileikar geta legið á mörgum sviðum. Ef það er eitthvað sem þér finnst mjög auðvelt þá heldur þú kannski að það sé auðvelt fyrir alla og finnst það þess vegna ekkert merkilegt. Ef þú átt auðvelt með að tala við annað fólk eða ert góð(ur) í að laga hluti eða skipuleggja eitthvað mundu þá að þetta eru hæfileikar sem þú býrð yfir. Kannski langar þig til að gera allt sjálf(ur) eða kannski eruð þið hópur sem hefur fengið góða hugmynd til að vinna að saman, kannski átt þú stóran bróður sem er góður í að gera heimasíður eða mamma vinar þíns getur hjálpað þér með bókhald o.fl. Líttu í kringum þig og finndu út hvar þú getur fengið hjálp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=