Vertu þinn eigin yfirmaður
4 5 1 Vertu þinn eigin yfirmaður | 0000 | 2018 Menntamálastofnun Margir vilja ekki fara einir á bílnum í vinnuna eða skólann. Það mengar mikið og umferðarteppur myndast. Með appinu mínu, getur fólk farið nokkur saman á einum bíl •Tengja appið við Facebook reikning notenda •Hafa appið einfalt í notkun •Tengja appið við dagatal svo auðvelt er að sjá hverjir ætla með í bílnum á hverjum degi. Fólk skráir sig í appið og merkir við í hvaða hverfi það býr, hvenær og hvert það ætlar að fara og hvenær það þarf að vera komið heim. Appið tengir saman fólk með svipaðar óskir. Hægt að borga bensínpening eða skiptast á að keyra Orðið vara er notað jafnt um áþreifanlega vöru sem og þjónustu Klippimynd Teikning Lýstu vörunni þinni … Mynd Hvaða þarfir uppfyllir varan? Þankahríð um það hvað getur gert vöruna betri … Hugmyndin – hvað viltu selja? Hugmyndin – hvað viltu selja? Þú eða þið hafið fengið góða hugmynd að einhverju til að selja. Reyndu nú að lýsa því eins vel og þú getur í orðum og með myndum. Gefðu þér góðan tíma til þess því þegar maður vinnur með hugmyndir sínar á mismunandi hátt þá spretta fram nýjar hugmyndir um það hvernig hægt er að gera hlutina enn betri. Vinnublað: Lýstu hugmyndinni með myndum, teikningum eða klippimyndum inni í ljósaperunni. Lýstu hugmyndinni með stikkorðum, hvaða vara er það sem þú vilt selja? Notaðu blýant eða Post-it miða því kannski langar þig til að skrifa eitthvað annað þegar þú hefur unnið meira með hugmyndina. Lýstu því hvaða þörf hugmyndin þín uppfyllir. Hugsaðu um það hvaða þarfir viðskiptavina þinna hugmyndin uppfyllir. Ef viðskiptavinur þinn vinnur svo mikið að hann nær ekki að fara út að viðra hundinn þá mun hugmynd þín um að bjóða fólki að fara út að ganga með hund uppfylla þá þörf. Hér er þörfin áskorun eða vandamál sem þú leysir. Þörf getur einnig verið löngun til að njóta eða hafa fallega hluti í kringum sig, sem dásamlegu bollakökurnar þínar eða flottir skartgripir uppfylla. Hugsaðu um það hvernig þú gerir hugmyndina enn betri. Það þurfa ekki að vera stórkostlegir hlutir eða uppfinningar, einföldustu lausnirnar virka oft best! Ef þú ætlar að bjóða gönguferð með hund þá getur þú sameinað það öðru eins og t.d. „tiltekt og hundaviðrun“, þá er hundurinn ekki jafnlengi einn. Þankahríð: Þú getur líka spurt aðra hvort þú megir nýta hugvit þeirra og reynslu til að gera hugmyndina enn betri! Biddu fjöl- skylduna, vini eða bekkjarfélaga um að koma með góðar hugmyndir. Skrifaðu allar tillögur á blaðið. Veldu þær sem þér finnst vera nothæfar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=