Vertu þinn eigin yfirmaður
3 Inngangur FLOTT! Þú hefur fengið góða hugmynd að einhverju sem þig langar til að selja til að koma á fót þínum eigin rekstri. En hvernig er best að byrja slíka frumkvöðlastarfsemi? Þetta vinnuhefti er nýi besti vinur þinn sem kennir þér allt sem þú þarft að vita áður en þú ferð af stað. Með því að stofna þitt eigið fyrirtæki hefur þú möguleika á að ákveða fyrir sjálfa(n) þig hvernig þú hagar vinnunni. Kannski finnst þér mikilvægt að ákveða sjálf(ur) vinnutímann eða að gera eitthvað sem þú hefur gaman af. Kannski langar þig til að græða mikið eða kannski viltu hjálpa öðrum og gera eitthvað sem er gott fyrir samfélagið. Sem þinn eigin yfirmaður ákveður þú þetta sjálf(ur)! Fyrirtækjarekstur snýst alltaf um kaup og sölu á einn eða annan hátt. Varan sem þú selur getur verið hlutur, þekking, vinnuafl eða t.d. þú sjálf(ur) að koma fram. Ekkert nema ímyndunaraflið setur þér mörk! Kannski er varan þín: • eitthvað sem þú býrð til úr gömlum hlutum, sem þú endurnýtir í eitthvað alveg nýtt eða lagfærir og selur áfram. Til dæmis getur þú safnað gömlum hjólum, gert þau upp og selt eða búið til flottar töskur úr gömlum gallabuxum. • vinnuframlag þitt, eins og t.d. við garðslátt, að fara út að ganga með hund eða kaupa í matinn fyrir eldri borgara. • þekking þín af því að þú ert algjör snillingur á samfélagsmiðlum. • eitthvað sem þú kaupir inn og selur aftur á hærra verði. Þú getur til dæmis fundið sniðugar vörur á netinu sem enginn er með í sölu hér heima enn þá og selt þær . • vara sem þú aðlagar eða býrð til, svo sem skartgripir eða heilsunammi. • atriði sem þú flytur, t.d. ef þú hefur sönghæfileika, dansar, spilar á hljóðfæri eða kannt eitthvað annað listrænt. Svona notar þú þetta hefti Þetta hefti samanstendur af stuttum textum sem leiðbeina þér um hvernig þú fyllir út meðfylgjandi vinnublað. Á hverri opnu finnur þú dæmi um útfyllt vinnublað sem þú getur notað sem innblástur ef þú ert í vafa um hvað þú átt að gera. Eftir því sem þú vinnur þig í gegnum heftið lærir þú smám saman á fyrirtækið þitt og þess vegna gæti þig langað til að breyta einhverju á vinnublöðunum. Það gæti því verið góð hugmynd að byrja með því að skrifa svörin við spurningunum á Post-it miða og skrifa þau í lokin á vinnublöðin sjálf þegar þú ert viss um hvernig þú vilt hafa hlutina. Hugmyndin er líka að þú vinnir á skapandi hátt í bókina og rissir myndir af hugmyndum þínum, viðskiptavinum, vefsíðu og fleiru. Myndirnar getur þú teiknað og hannað eða klippt út úr tímaritum og blöðum og búið til klippimynd eða tekið þínar eigin myndir. Þú þarft að nota: Tréliti eða tússpenna Post-it miða (gulir sjálflímandi miðar) Tímarit, bæklinga, fagtímarit, vikublöð og þess háttar. Límstifti Skæri Eigum við að setja í gang svo þú geti orðið þinn eigin yfirmaður? Góða ferð!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=