Vertu þinn eigin yfirmaður

18 - • Leifturkynning – kynntu hugmyndina þína FORRIT SEM AUÐVELDAR FÓLKI AÐ DEILA BÍL MEÐ ÖÐRUM LÁTA FÓLK DEILA BÍLA SAMAN, Í OG ÚR VINNU EÐA SKÓLA 950 KR. Á HVERJA SÖLU Á SMÁFORRITNU (APPINU). MINNKA MENGUN, DRAGA ÚR BENSÍNKOSTNAÐI OG MINNKA ÁLAG Á GÖTUR BORGARINNAR FACEBOOK, ÚTVARPSAUGLÝSINGA OG UPPHENGDRA AUGLÝSINGA Ég er að selja … Viðskiptavinir mínir vilja ... Hugmynd mín leysir þessa þörf af því að … Hagnaður minn er … Ég finn viðskiptavini mína með hjálp … Vinnublað: Þú getur kynnt hugmyndina hvernig sem þig langar til, kannski ertu búin(n) að búa til líkan, veggspjald, glærukynningu eða eitthvað annað flott. En mundu samt að söluræðan þarf að innihalda eftirfarandi: Ég er að selja ... Viðskiptavinir mínir þurfa ... Hugmyndin mín leysir þessa þörf af því að ... Ég finn viðskiptavini mína með hjálp ... Hagnaður minn er ... Nú skaltu æfa þig fyrir framan spegil! Mundu að kynna þig fyrst. Til hamingju! Nú ert þú tilbúin(n) að stofna eigið fyrirtæki og verða þinn eigin yfirmaður. Farðu og sigraðu heiminn! Leifturkynning (örkynning) – seldu hugmyndina! Nú ertu alveg að koma í mark! Nú áttu bara eftir að fara út og sannfæra aðra um að hugmyndin þín sé frábær! Kannski getur þú selt bekknum þínum hugmyndina, kannski ættir þú að kynna hana fyrir einhverjum í fjölskyldunni eða öðrum sem þú þekkir og vilt fá til að lána þér peninga til að búa til bækling eða kaupa inn fyrstu vörurnar eða hvað annað. Þess vegna verður þú að sannfæra viðkomandi um að hugmyndin þín sé góð. Þetta er fyrsta salan þín og þess vegna verður þú að búa til nokkurs konar söluræðu, kynningu þar sem þú sýnir fram á að hugmyndin sé góð, að þú sért búin(n) að hugsa þig vel um og hafir unnið markvisst og að þetta sé eitthvað sem þú getir þénað á því að selja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=