Vertu þinn eigin yfirmaður
16 17 EINN BÍLL FACEBOOK.COM/EINNBILL ERTU LEIÐ/UR Á AÐ HANGA EINN Í BÍL, FASTUR Í UMFERÐARTEPPU Á MIKLUBRAUTINNI? VILTU TAKA ÞÁTT Í AÐ DRAGA ÚR MENGUN OG GERA REYKJAVÍK AÐ HEILSUSAMLEGRI BORG? ÞÁ ER „EINN BÍLL” ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ FYRIR ÞIG FACEBOOK.COM/EINNBILL 1 bíll 1bíll Heim Hafa samband Um okkur Tilboð! 1 bíll Merki Skrifaðu texta fyrir bækling Hönnun á vefsíðunni þinni Nafn fyrirtækisins Vefslóð 9 Vertu þinn eigin yfirmaður | 0000 | 2018 Menntamálastofnun Hannaðu fyrirtækið þitt Hannaðu útlit fyrir fyrirtækið Skoðaðu aftur viðskiptavin þinn. Hugsaðu um hvað það er sem hann kynni að meta. Hvaða litir og hönnun finnst þér henta þessari persónu? Líttu líka aftur á keppinautana og hvernig þeir ná til viðskiptavina sinna. Ef þér finnst þeir standa sig vel í því að ná til viðskiptavina geturðu nýtt þér aðferðir þeirra en ef þér finnst þeir lélegir skaltu nota það til að fá betri hugmyndir um það hvernig á að gera hlutina. Vinnublað: Þú þarft ekki að vera með listræna hæfileika til að geta gert þetta. Ef þér finnst erfitt að teikna eða hanna getur þú til dæmis notað myndir af einhverju sem þér finnst flott og vilt líkjast og búið til klippimynd sem sýnir hvernig þú vilt hafa kynningarefnið. • K lipptu tillögur úr blöðum og tímaritum, prentaðu út myndir o.þ.h. og búðu til klippimynd á heimasíðuna með efni sem þú heldur að höfði til viðskiptavina þinna. Ef þér finnst gaman að hanna settu þá saman tillögu að því hvernig heimasíðan þín, bloggið eða annað sem þú vilt nota gæti litið út. • Gerðu tillögu að merki/lógói fyrir vöruna. Á það að vera nafn eða mynd eða hvort tveggja? • Skrifaðu texta fyrir dreifirit þar sem þú lýsir því sem þú ert að selja á þann hátt að það fangi athygli viðskiptavina þinna og geri það að verkum að þeir vilja kaupa vöruna. Segðu viðskiptavininum frá því hvernig þú uppfyllir þarfir hans, ímyndaðu þér að þú sért að skrifa til einstaklings.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=