Vertu þinn eigin yfirmaður

14 15 GERI SÍÐU FYRIR APPIÐ OG HEF ÞAR LINK Á GOOGLE PLAY OG APP STORE. GERI LÍTIÐ PLAKAT OG HENGI UPP Í VERSLUNUM OG FRAMHALDS- OG HÁSKÓLUM SET STUTTA TALAÐA AUGLÝSINGU Á BYLGUNA OG RÁS 2 DEILI HENNI TIL VINA OG FJÖLSKYLDU FACEBOOK AUGLÝSINGAPLAKAT ÚTVARP Veldu þrjár mismunandi auglýsingaleiðir 1. Hvernig notar þú þessa leið? 2. Hvernig notar þú þessa leið? 3. Hvernig notar þú þessa leið? Auglýsingar – hvernig ætlar þú að koma vörunni þinni á framfæri? Hvernig finna viðskiptavinir vöruna þína? Skoðaðu möguleikana á auglýsingatrénu á vinnublaðinu, horfðu á vinnublaðið sem þú gerðir áður um viðskiptavininn (bls. 8) og hugsaðu um á hvaða hátt er best að ná athygli viðskiptavinarins. Margar af þessum leiðum virka best ef fleiri en ein eru notaðar samtímis. Vefsíðan þín verður til dæmis sýnilegri ef þú auglýsir hana á Google eða á Facebook- síðu. Bæklingur – Ef þú ætlar að selja eitthvað í nærumhverfi þínu gæti hentað að gera bækling til að dreifa, hengja upp á auglýsingatöflum í verslunum eða láta liggja frammi á kaffihúsum eða öðrum heppilegum stöðum. Tengslanet – Kannski hentar að vekja athygli á vörunni þinni með hjálp tengsla við fólk sem þú þekkir sem getur þá látið bæklinginn þinn berast áfram. Reyndu að muna eftir einhverjum sem þú þekkir, til dæmis í fjölskyldunni eða vinahópnum, sem gæti þekkt mögulega viðskiptavini þína. Skilti – Kannski geturðu búið til skilti fyrir fyrirtækið þitt sem þú getur sett á hjólið þitt eða á bíl foreldra þinna eða einhvers staðar annars staðar. Auglýsingar í blöðum eða á netinu – Þú gætir ákveðið að auglýsa í hverfisblöðum eða rafrænt eins og á Google (Adwords) eða annars staðar. Vefsíða – Er gagnlegt að setja upp vefsíðu þar sem þú segir nánar frá og auglýsir vöruna þína? Instagram – Ef þú ert að framleiða flotta vöru sem lítur vel út, t.d. skartgripi, kökur eða falleg flugvélalíkön, þá getur þú búið til flottan vettvang til að kynna vöruna þín á Instagram. YouTube – Ef til vill hentar vel að segja frá vörunni þinni í stuttum YouTube-myndskeiðum sem þú tekur upp og dreifir á samfélagsmiðlum. Facebook-síða – Þú getur stofnað síðu fyrir fyrirtækið þitt á Facebook þar sem þú segir frá vörunni og birtir fréttir um hana. Twitter – Þú gætir notað Twitter til þess að koma þér á framfæri með því að skrifa stuttar áhugaverðar færslur sem fá fólk til að fylgja þér eða nota vinsæl #myllumerki. Bloggsíða – Sértu að selja eitthvað sem þú veist mikið um eða hefur brennandi áhuga á gætir þú bloggað um efnið. Annað? – Kannski ert þú með allt aðrar og frábærar hugmyndir um það hvernig þú auglýsir vöruna þína? Vinnublað: Veldu þrjár leiðir sem þú telur að henti vel til að auglýsa vöruna þína. Skrifaðu niður hvernig þú ætlar að nota auglýsinguna. Hugsaðu um það hvort hægt sé að gera eitthvað ókeypis eða kannaðu kostnað. Getur þú gert allt sjálf(ur) eða hefur þú þörf fyrir hjálp?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=