Vertu þinn eigin yfirmaður

10 11 HÆGT AÐ KAUPA MÁNAÐAR- KORT STRÆTÓ FER ÚT UM ALLT. HÆGT AÐ SJÁ Í APPI HVAR STRÆTÓ ER STRÆTÓ SKIPTIBÍLAÞJÓNUSTA VALDA VALDI NÆR Í FÓLK OG KEYRIR ÞAÐ Á „SKIPTISTÖÐINA" ÞÚ VERÐUR AÐ EIGA BÍL TIL AÐ SKIPTAST Á TENGJA GPS STAÐ- SETNINGU ALLRA VIÐ APPIÐ SVO ÞÚ SÉRÐ HVORT OG HVAR ALLIR ERU Á LEIÐINNI FÓLK ÞARF EKKI AÐ BÍÐA ÞARF EKKI AÐ LABBA LANGT ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ EIGA BÍL OFT ÞARF AÐ BÍÐA LENGI EFTIR STRÆTÓ OG HANN KEYRIR EKKI Á NÆTURNA 6-12.000 15.500 Keppinautur 1 Keppinautur 2 Kr. Kr. Hvað get ég notað af því sem er vel gert? Að hvaða leiti er varan mín betri en keppinautanna 4 Vertu þinn eigin yfirmaður | 0000 | 2018 Menntamálastofnun Samkeppnin – hver er að selja sömu vöru? Hvað vantar upp á hjá þessum aðila? Hvað gerir þessi aðili vel? Hvað gerir þessi aðili vel? Verð? Verð? Hvað vantar upp á hjá þessum aðila? Samkeppnin – hver er að selja sömu vöru? Þegar þú byrjar í eigin rekstri er eitt af því snjallasta sem þú getur gert að læra af þeim sem selja það sama og þú. Ef þú getur ekki fundið neinn sem selur nákvæmlega það sama og þú þá er það mjög gott, þú hefur þá þann kost. Mundu að það þýðir ekki að þú hafir enga samkeppni. Þú ert í samkeppni við þá sem selja eitthvað sem uppfyllir þarfir viðskiptavinarins á annan hátt en þú og þú getur lært af þeim! Finndu tvo keppinauta, leitaðu á netinu, farðu í búðir, skoðaðu auglýsingatöflur í stórmörkuðum o.s.frv. • Kynntu þér auglýsingar þeirra og verð • Lestu það sem stendur á heimasíðu þeirra • Lestu það sem er skrifað um þá á samfélagsmiðlum • Skoðaðu þá á YouTube, kannaðu Facebook-síðuna þeirra, Instagram-prófílinn, bloggið eða aðrar leiðir þar sem þeir koma sér á framfæri. Vinnublað: Fylltu út á vinnublaðinu heiti og vörumerki keppinautanna eða settu inn mynd af vöru þeirra. Íhugaðu hvað það er sem þér finnst þeir gera vel og hvað þeir gætu gert betur. Skrifaðu það inn á vinnublaðið. Finndu hvað vörur þeirra kosta og skrifaðu verðið á vinnublaðið. Íhugaðu hvað þeir gera vel og hvað þú getur lært af því. Getur þú notað þessa vitneskju til að betrumbæta þína vöru? Skrifaðu það inn á vinnublaðið. Hugsaðu um hvað er ekki eins vel gert hjá þeim og hvað þú getur lært af því. Getur þú notað þessa vitneskju til að betrumbæta þína vöru? Skrifaðu það inn á vinnublaðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=