Verklegar æfingar í náttúrufræði

97 Efnabreytingar Kennarasíða – Frysting Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • vatn þenst út þegar það breytist í ís. • Gæta þarf að því að flaskan geti staðið óhreyfð í frystinum í nokkurn tíma. • Þegar vatn frýs þenst það út og tekur meira rúm. Það skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir þessu. Ef vatnsleiðslur eru ekki vel einangraðar getur vatnið í þeim frosið og leiðslurnar sprungið. • Margir nemendur taka með sér vatn í flösku í skólann. Ýmsir setja vatn í flöskuna að kvöldi, setja hana í frysti og taka hana út að morgni til að vatnið haldist kaldara. Þeir hafa sjálfsagt áttað sig á því að ekki borgar sig að fylla flöskuna alveg áður en hún er sett í frystinn! • Látið nemendur e.t.v. prófa hvort hægt sé að þjappa vatni saman. Þá er vatn dregið inn í plastsprautu, fingur settur fyrir opið og reynt að ýta stimplinum inn (samanburður við þjöppun lofts). Útskýring Eitt og sama efnið getur tekið á sig mismunandi hami, verið ýmist fast, fljótandi eða loft- kennt. Munurinn á þessum ástandsformum felst í tvennu, þ.e. þéttleika efnisagnanna (frum- einda eða sameinda) og hreyfingu þeirra innbyrðis. Þegar efni eru í föstum ham liggja efnisagnirnar þétt saman og afstaða milli þeirra er föst. Við hamskiptin fast efni í vökva breytist þéttleikinn lítið en efnisagnirnar geta hreyfst inn- byrðis í vökvaham. Við suðu breytist vökvi í gas og þéttleikinn (eðlisþyngdin) minnkar verulega. Algengt er að rúmmálsbreyting við suðu sé þúsundföld. Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=