Verklegar æfingar í náttúrufræði

96 Efnabreytingar Frysting Efni og áhöld Lítil flaska, álpappír, vatn, frystir. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skrifið svo tilgátu áður en þið byrjið. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Barmafyllið flöskuna af köldu vatni. • Leggið álpappírsbút yfir flöskustútinn. • Setjið flöskuna varlega í frysti. Látið hana standa stöðuga. • Látið vatnið frjósa, það tekur nokkurn tíma. • Takið síðan flöskuna úr frystinum og skoðið. Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Skráið og teiknið skýringarmynd. • Aflið ykkur nánari upplýsinga og reynið að útskýra af hverju niðurstaðan varð þessi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=