Verklegar æfingar í náttúrufræði

95 Efnabreytingar Kennarasíða – Bráðnun Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á: • að mismunandi efni bráðna og storkna við mismunandi hitastig. • að hverju þarf að gæta til að tilraun sé marktæk, þ.e. halda öllu eins nema því sem verið er að athuga s.s. tíma, magni, … • hvernig hægt er að setja niðurstöður fram í töflu eða myndriti. Spurningar til íhugunar: Hvað vorum við að athuga? Hvaða feiti bráðnaði fyrst. Hvernig getum við verið viss um að við séum að mæla það sem við ætluðum okkur? Með því að hafa magnið það sama, sams konar ílát, sama hitastig. Hvers vegna tók mismunandi langan tíma að bræða feitina? Feitin er úr mismunandi efni. Hvaða feiti storknaði fyrst? Hvers vegna? Feitin sem þurfti lengstan tíma til að bráðna, þ.e. þurfti hærri hita en hinar tegundirnar, storknar líka við hærra hitastig. Ath. Það getur verið erfitt að segja til um hvenær feitin hefur bráðnað. Gott er að nota einfalt tæki eins og tannstöngul eða kokteilpinna til að vera viss um að engar óbráðnaðar agnir séu eftir. Dæmi um töflu: Tegund af fitu Hve langan tíma tók að bráðna Hve langan tíma tók að storkna smjörlíki smjör tólg svínafeiti súkkulaði Gætið vel að því að krakkarnir brenni sig ekki á heita vatninu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=