Verklegar æfingar í náttúrufræði

94 Efnabreytingar Bráðnun Efni og áhöld Skeiðklukka, fat með heitu vatni, lítil álmót, súkkulaðibiti, mismunandi tegundir af feiti, s.s. smjörlíki, smjör, tólg, svínafeiti. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skrifið svo tilgátu áður en þið byrjið. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd 1 • Setjið sama magn af hverri tegund af feiti í lítil álform. • Setijð heitt vatn í fatið. • Látið álformin samtímis í fatið með heita vatninu. • Takið tímann. Niðurstaða • Hvaða tegund af feiti bráðnar fyrst? Hver er næst? Hvaða tegund bráðnaði síðust? • Hvaða atriði í framkvæmdinni skipta máli til að niðurstaðan verði marktæk? • Lýsið því sem gerðist. Teiknið skýringarmynd. Framkvæmd 2 • Takið álformin upp úr fatinu, hellið heita vatninu og látið ískalt vatn í staðinn (gott er að láta ísmola til að halda því köldu). • Látið álformin samtímis í fatið með kalda vatninu. • Takið tímann. Niðurstaða • Hvaða tegund storknar fyrst, næst o.s.frv.? • Búið til töflu. • Aflið ykkur nánari upplýsinga og reynið að útskýra af hverju niðurstaðan varð þessi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=