Verklegar æfingar í náttúrufræði

93 Efnabreytingar Kennarasíða – Breytingar við kælingu Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • efni bráðna og storkna við mismunandi hitastig. Flestir vökvar sem notaðir eru til heimilishalds storkna í frysti en barnaolían/matarolían mun sennilega haldast sem vökvi. Það er mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir að sumir vökvar storkna ekki jafnvel þótt þeir séu kældir mikið. Ef til vill er gott að benda nemendum á að útbúa töflu (eða vera búin(n) að útbúa hana fyrir þá). Þið vitið að vatn (fljótandi efni) verður ís (fast efni) þegar það frýs. Hvað haldið þið að verði um aðra vökva þegar þeir eru settir í frysti? Prófið sjálf. Lýsið hami hvers vökva fyrir sig. Tegund vökva Ástand áður en vökvi er settur í frysti Ástand eftir að hafa verið í frysti í ____ klst. barnaolía mjólk edik síróp uppþvottalögur ávaxtasafi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=