Verklegar æfingar í náttúrufræði

92 Efnabreytingar Breytingar við kælingu Efni og áhöld Barnaolía/matarolía, mjólk, edik, síróp, uppþvottalögur, ávaxtasafi og e.t.v. fleiri efni sem eru vökvar við herbergishita, nokkur lítil plastílát (plastglös), frystir. Tilgáta Lesið vel kaflann um framkvæmd og skrifið svo tilgátu áður en þið byrjið. Hvað haldið þið að gerist? Framkvæmd • Hellið sama magni af hverjum vökva fyrir sig í plastílát og látið vera í frysti í nokkra klukkutíma. • Takið þá út og athugið hvort þeir hafa breyst. • Skráið lýsingu á framkvæmdinni. Niðurstaða • Hver var niðurstaðan? • Skrifaðu hvað gerðist. Teiknaðu skýringarmynd. • Aflaðu þér nánari upplýsinga og reyndu að útskýra af hverju þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=