Verklegar æfingar í náttúrufræði

91 Efnabreytingar Kennarasíða – Hefur hiti áhrif á efni? Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara • Þar sem þessi tilraunin tekur svolítinn tíma hentar hún e.t.v. betur sem bekkjartilraun sem kennari framkvæmir (sýnitilraun). • Nemendur ættu þó að skrá hver sína tilgátu og síðan niðurstöðuna. • Kennari gæti síðan kveikt á kertisstubbnum til að sýna að vaxið bráðnar. Útskýring Flest efni geta verið ýmist í föstu, fljótandi eða loftkenndu ástandi. Talað er um ham efnis- ins, þ.e. storkuhamur (fast ástand), vökvahamur (fljótandi ástand) og lofthamur (loftkennt ástand). Breytingin kallast hamskipti. Þrátt fyrir hamskiptin er enn um sama efni að ræða. Hægt er að breyta föstu efni í vökva með því að hita það og tilsvarandi að breyta vökva í fast efni með því að kæla hann. Þetta kallast gagnhverfar breytingar. Hamskipti eru ýmist storknun, bráðnun, uppgufun eða þétting. Þegar sagt er að efni sé fast, vökvi eða gas er átt við ham þess við 25 °C. Ólík efni bráðna/storkna eða sjóða/þéttast við mismunandi hitastig. Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=