Verklegar æfingar í náttúrufræði
90 Efnabreytingar Hefur hiti áhrif á efni? Efni og áhöld Klaki, teskeið smjörlíki, lítill kertastubbur (1 cm), 3 lítil álform (kertahlífar), skál, heitt vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að gerist. Skráið tilgátuna. Framkvæmd • Setjið klakann, smjörlíkið og vaxið sitt í hvert álformið. • Látið standa við stofuhita í nokkrar mínútur. Fylgist með breytingum og skráið hjá ykkur. • Ef einhver efni breyttust ekki, setjið þá heitt vatn í skál og látið álformin með þeim efnum fljóta á vatninu. Fylgist með breytingum og skráið hjá ykkur. • Takið nú álformin með innihaldinu upp úr skálinni og látið standa við stofuhita í nokkrar mínútur. Fylgist með breytingum og skráið hjá ykkur. Niðurstaða • Breyttust öll efnin við hitabreytinguna? • Hefði verið hægt að láta öll efnin breytast? Hvernig? • Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=