Verklegar æfingar í náttúrufræði

89 Efnabreytingar Kennarasíða – Ískerti Markmið Nemandi á að: • skilja að sérhvert efni getur breytt um ham. • skilja hvað hamskipti fela í sér og geta gert grein fyrir hugtökunum bráðnun, storknun, uppgufun og þétting. • skilja hvað hugtökin bræðslumark og suðumark merkja. • gera sér grein fyrir að við blöndun tveggja efna geti orðið til nýtt efni með allt aðra eiginleika en upphaflegu efnin. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • föst efni bráðna við mismunandi hitastig. • vökvar geta breyst í föst efni með kælingu (storknun). • bráðnun og storknun eru gagnhverfar breytingar. Útskýringar Þegar heitu vaxinu (vökvanum) er hellt yfir kaldan ísinn kólnar vaxið og verður að föstu efni. Ísinn þiðnar og breytist í vökva. Skálin tekur við vatni sem flýtur yfir barma mótsins. Spurningar til íhugunar: Hvaða tvö efni þurftirðu til að búa til ískerti? Vax og vatn. Hvers vegna var vaxið hitað? Til að gera það fljótandi. Hvað varð um bráðna vaxið (vökvann) þegar því var hellt yfir ísinn? Þegar heita vaxvökvanum var hellt yfir kaldan ísinn, kólnaði vaxið og storknaði. Hvað varð um ísinn þegar bráðna vaxinu var hellt yfir hann? Þegar heita vaxvökvanum var hellt yfir kaldan ísinn, bráðnaði hann. Hvernig urðu götin (holurnar) á yfirborði kertisins til? Heita bráðna vaxið fór í öll götin milli ísmolanna og storknaði. Hvort efnið sem notað var verður fast efni án þess að það sé sett í frysti? Það þarf ekki að frysta vax til að það storkni og verði að föstu efni. Ath. Ef til vill ætti þetta að vera eins konar sýnitilraun sem kennari gerir með öllum bekknum þó að hver og einn nemandi skrifi sína skýrslu. Kennari ætti a.m.k. að hita vaxið og hella því. Munið að vaxið getur verið heitt þó að það hafi storknað og kólnað á yfirborðinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=