Verklegar æfingar í náttúrufræði

88 Efnabreytingar Ískerti Efni og áhöld Kerti, kurlaður klaki, vax, mót (t.d. niðursuðudós), skál, pottur. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og skráið tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Festið venjulegt kerti ofan í mitt mótið. • Setjið mótið ofan í skál. • Látið kurlaða klakann í kringum kertið. • Hitið vax í potti þangað til það hefur bráðnað. • Hellið bráðnu vaxinu yfir klakann. • Látið vaxið kólna vel og takið svo kertið úr mótinu. Niðurstaða • Hver var niðurstaðan? • Skrifið hvað gerðist og teiknið skýringarmynd. Útskýring Aflið ykkur nánari upplýsinga og reynið að útskýra af hverju þetta gerðist. Getur eitthvað svipað gerst í náttúrunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=