Verklegar æfingar í náttúrufræði

7 2. Aðalnámskrá grunnskóla Til þess að svo megi verða þurfa nemendur að fá tækifæri til að treysta á forvitni sína, kanna og upplifa umhverfi sitt og fyrirbæri náttúrunnar. Í skólanum þarf að vera vettvangur til að viðra hugmyndir og spurningar um leyndardóma og lögmál náttúrunnar. Eins þurfa nem- endur að fá að takast á við margvísleg álitamál og ágreiningsefni í samtímanum. Umræður í litlum og stórum hópum eru vel til þess fallnar. „ Lýðræðis- og mannréttindamenntun byggist á gagnrýninni hugsun og ígrundun um grunn- gildi samfélagsins .“ (AN 2011, bls. 19) Í skólastofunni ættu nemendur að fá þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Hópavinna og verklegt nám eru ákjósanleg í því samhengi þar sem allir í hópnum hafa sömu réttindi og skyldur. Þeir bera allir sömu ábyrgð á vinnu, verkefnaskilum og eru samábyrgir. Allir eiga rétt á að koma skoðun sinni á framfæri og fá tækifæri til að rökræða álitamál. Að sama skapi þurfa þeir að hlusta á og taka tillit til skoðana hinna. Innlagnir, samantekt og umræður í pörum eða stórum og litlum hópum eru vel til þess fallnar að uppfylla þennan þátt. „ Heilbrigði og velferð byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan .“ (AN 2011, bls. 21) Mikilvægt er að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Efla þarf færni nemenda í samskiptum og uppbyggingu sjálfsmyndar. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykil- þáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Hópavinna og verklegt nám t.d. í tengslum við verklegar æfingar í náttúrufræði eru því mikilvægir þættir í skólastarfinu. Þar er mikilvægt að leggja áherslu á sjálfstæða vinnu hópanna þar sem hver einstaklingur er ábyrgur fyrir sínum hluta. Nemendur vinna saman, skipta með sér verkum og sýna tillitssemi. Þeir sjá um framkvæmd verkefna, skráningu og skil og koma sér saman um hvernig þeir miðla niður- stöðum til annarra. „ Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin for- sendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, um- burðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis .“ (AN 2011, bls. 19-20) Aðalnámskrá leggur áherslu á félagslegt eðli náms og virk samskipti í námsferlinu. Mikil- vægt er að nemendur læri með öðrum og af öðrum því allir koma með einhverja þekk- ingu og leikni í skólann. Samskipti og samtal eru lykilatriði í öllu námi. Verklegar æfingar og sýnitilraunir í náttúrufræði gefa nemendum jöfn tækifæri til að taka þátt í umræðum. Hafi þeir fengist við sömu eða svipaðar tilraunir geta þeir rætt málin á sömu forsendum. Kennarinn þarf að stjórna umræðunum þannig að allir sem vilja komist að og að allir fái umhugsunartíma til að þróa sínar hugmyndir um viðfangsefnið. „ Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. (AN 2011, bls. 22) Allt nám er í eðli sínu sköpunarferli. Nemendur vinna með áreiti úr umhverfi sínu hvort sem það er úr bók eða öðrummiðli, úr samtali eða beint úr náttúrunni. Þeir tengja það fyrri þekkingu sinni og skapa nýja. Nám er félagslegt ferli en byggist yfirleitt á íhugun, tilfinning- um og gagnrýninni hugsun þar sem hver nemandi mátar nýjar hugmyndir við fyrri reynslu sína og þekkingu. Slíkar aðferðir skapa sífellt nýja möguleika þar sem sköpunarferlið skiptir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=