Verklegar æfingar í náttúrufræði

85 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Kartafla í baði Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • kartaflan er eðlisþyngri en litaða vatnið og sekkur í því. • kartaflan er eðlisléttari en saltvatnið og flýtur í því. • kartaflan sekkur í gegnum litaða vatnið en flýtur á saltvatninu. Útskýring Saltvatn er efnablanda. Efnablöndur geyma fleiri en eina gerð sameinda. Í efnasambandi eru allar sameindirnar eins (t.d. vatn). Lögmál Lavoisiers segir að þó að efni taki breytingum haldist heildarmassi þeirra efna sem taka þátt í breytingunni óbreyttur. Frumeindir efna varðveitast við efnabreytingar. Aðrar tilraunir: Eðlisþyngd bls. 74

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=