Verklegar æfingar í náttúrufræði

84 Bygging og eiginleikar efnis Kartafla í baði Efni og áhöld Kartafla, salt, matarlitur, heitt og kalt vatn, há glerkanna eða glær plastskál, lítil skál, matskeið, desilítramál. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og skráið tilgátu um hvað þið haldið að gerist þegar kartaflan er sett út í vökvann. Framkvæmd • Setjið 1 dl af salti og 5 dl af köldu vatni í djúpa skál eða könnu og hrærið í 5 mínútur. • Setjið hráa kartöflu út í vatnið. • Setjið 5 dl af heitu vatni í könnu og blandið 20 dropum af matarlit út í. • Setjið litaða vatnið mjög varlega ofan á saltvatnið með því að hella því rólega yfir skeið. Litaða vatnið á ekki að blandast við saltvatnið. • Vatnið í ílátinu á að verða lagskipt. Niðurstaða • Lýsið því sem gerist. • Hvað verður um kartöfluna? • Skráið niðurstöðuna og teiknið mynd og útskýrið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=