Verklegar æfingar í náttúrufræði

83 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Eðlisþyngd Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara • Veltið upp spurningunni hvort vökvar geti flotið eða sokkið. • Geta hlutir flotið á öðrum vökvum en vatni? Útskýring Hvort hlutur (gas, vökvi eða fast efni) sekkur eða flýtur í öðrum vökva eða gasi ræðst af eðlis- þyngd efnanna. Eðlisþyngsta efnið raðast neðst og það eðlisléttasta efst. Í þessari tilraun raðast sykurhlaðið sírópið neðst, þá vatnið og efst verður olían. Plastkubb- urinn (gegnheill) er eðlisþyngri en allir vökvarnir og sekkur til botns. Vínberið inniheldur ekki jafnmikinn sykur og sírópið og flýtur því á mörkum síróps og vatns. Korktappinn er eðlisléttari en olían og flýtur þess vegna efst í glasinu. Olía sem lekur í sjó flýtur af því að hún er eðlisléttari en sjórinn. Aðrar tilraunir: Kartafla í baði bls. 76

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=