Verklegar æfingar í náttúrufræði
82 Bygging og eiginleikar efnis Eðlisþyngd Efni og áhöld Glerkrukka, kalt vatn, desilítramál, síróp, matarolía, ýmislegt smádót, t.d. plast- eða tré- kubbar, eplabitar, vínber eða lítil kartafla, korktappi, bréfaklemmur. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Hellið 1½ dl af sírópi í krukkuna. • Hellið sama magni af olíu í krukkuna. • Bætið sama magni af vatni. • Setjið t.d. korktappann, plastkubbinn og vínberið eða aðra smáhluti í ílátið. Niðurstaða • Hvað gerðist? Hvers vegna? • Hvað verður um þessa hluti? • Lýsið með orðum og mynd. • Getið þið nefnt dæmi úr umhverfinu þar sem þetta getur gerst?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=