Verklegar æfingar í náttúrufræði

81 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Loftskipti Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara • Í fyrri hluta tilraunarinnar ætti ljósið að slokkna mjög fljótlega. • Seinni hluti tilraunarinnar heppnast best ef álpappírinn hangir þétt niður með flösku- hálsinum. Útskýring Til að viðhalda loganum þarf súrefni að komast að honum. Þegar skorna gosflaskan er sett yfir logann er súrefnið í innilokuðu loftinu fljótlega uppurið. Heitt uppstreymið um stútinn varnar því að ferskt loft komist inn í flöskuna. Með því að skipta loftopinu í tvennt með ál- renningnum, fer heita eðlislétta loftið út um annað opið og kaldara ferskt (súrefnisríkt) loft streymir inn um hitt. Þessa strauma má stundum greina með því að bera logandi eldspýtu að opunum á víxl. Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar til- raunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga. Best er að kennari sé búinn að skera flöskuna til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=