Verklegar æfingar í náttúrufræði

80 Bygging og eiginleikar efnis Loftskipti Efni og áhöld 1–2 l gosflaska án tappa, sprittkerti, eldspýtur, þykkur álpappír (grillpappír), nál, diskur, desilítramál, vatn. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og skráið tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Klippið 12–15 cm neðan af gosflöskunni. • Kveikið á sprittkertinu og látið það á diskinn. Hellið 1 dl af vatni á diskinn. • Látið efri hluta gosflöskunnar (án tappa) yfir kertið. Vatnshæðin verður að ná upp fyrir neðri brún flöskunnar. Fylgist með loganum góða stund. Hvað gerist? • Klippið nú renning sem er 10–16 cm x 2 cmút úr álpappírnum. Setjið nál þvert á miðjan renninginn og brjótið hann saman yfir nálina. Nú á tvöfaldi renningurinn að vera 5–8 cm x 2 cm. Renningurinn á að vera álíka breiður og þvermálið á flöskustútnum. • Látið renninginn hanga á nálinni í flöskuhálsinum. • Lyftið flöskunni varlega upp, kveikið á kertinu og látið flöskuna aftur yfir. Fylgist með loganum dágóða stund. Hvað gerist? • Prófið að finna með fingrinum uppstreymið úr flöskunni sitt hvorum megin við renninginn. Er einhver munur? • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist í fyrri hlutanum? En í seinni hlutanum? • Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=