Verklegar æfingar í náttúrufræði
79 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Getið þið slökkt og kveikt á kertinu? Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara Til að viðhalda loga þarf súrefni að vera til staðar. • Edik og lyftiduft mynda gastegundina koltvísýring (CO 2 ). Hún er eðlisþyngri en and- rúmsloftið og leggst því neðst í skálina. • Ósýnilegur koltvísýringurinn umlykur logann og kæfir hann. • Þegar eldur eru hulinn með koltvísýringi eða froðu slokknar hann. Gasið eða froðan hindrar að súrefni nái til loganna og eldurinn slokknar. • Þetta er ástæðan fyrir því að ekki á að opna dyr og glugga þegar kviknar í. Þá kemur meira súrefni inn og eldurinn magnast. • Þegar kviknar í pönnu eða potti á að setja lok eða eldvarnarteppi yfir svo súrefni komist ekki að eldinum. Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=