Verklegar æfingar í náttúrufræði

78 Bygging og eiginleikar efnis Getið þið slökkt og kveikt á kertinu? Efni og áhöld Stutt kerti, kennaratyggjó, eldspýtur, krukka eða bikarglas, lyftiduft, matskeið, edik. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Skráið. Framkvæmd • Festið kertið í krukkuna/bikarglasið með kennaratyggjói. Passið að kertið nái ekki upp fyrir barminn á krukkunni. • Látið eina matskeið af lyftidufti í skálina umhverfis kertið. • Kveikið á kertinu. • Hellið einni skeið af ediki yfir lyftiduftið. • Fylgist vel með því sem gerist. • Kveikið aftur á eldspýtu og reynið að koma kertaloganum af stað aftur. Hvernig gengur það? • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=