Verklegar æfingar í náttúrufræði

6 2. Aðalnámskrá grunnskóla 2. Aðalnámskrá grunnskóla Almennur hluti 2011 og greinasvið 2013 Í aðalnámskrá grunnskóla, 2011 og 2013, eru ný hugtök kynnt til sögunnar sem mynda ramma um skólastarfið og eiga að stuðla að alhliða þroska nemenda og almennri menntun. Þar er lögð áhersla á að nemendur séu virkir þátttakendur og meðvitaðir um markmið og tilgang námsins. Nemendur eiga að fá aukin tækifæri til að taka þátt í vali viðfangsefna og námsaðferða. Grunnþættir menntunar lúta að skipulagi skólastarfsins, hæfni snýr að námi nemenda og lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Kröfur um sértæka og almenna menntun nemenda eru svo settar fram sem hæfniviðmið í aðalnámskrá. Í þessari útgáfu Verklegra æfinga í náttúrufræði er höfð hliðsjón af þessari nýju menntastefnu. Grunnþættir menntunar Í aðalnámskrá 2011 er kveðið á um sex grunnþætti menntunar sem eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. „Grunnþættirnir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það.“ (AN, 2011, bls. 14) Grunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu gildismati. Tengsl grunnþátta menntunar við Verklegar æfingar í náttúrufræði „ Læsi snýst um samkomulag manna ummálnotkun og merkingu orða í málsamfélagi og er því félagslegt í eðli sínu .“ (AN 2011, bls. 16) Vísindalæsi er mikilvægur hluti náttúrufræðináms. Með því að skiptast á skoðunum byggja nemendur upp skilning sinn á hugtökum og fyrirbærum. Umræður eru því nauðsynlegar til að bæta skilning og þar af leiðandi nám. Notkun tungumálsins er forsenda fyrir því að þeim verði það tamt. Nemendur verða að þjálfast með því að taka þátt í verkefnum sem krefjast þess að þeir tali um viðfangsefnin og noti hugtök náttúrufræðinnar. Nýir tæknimiðlar skapa fleiri möguleika. Við undirbúning tilraunar eða verkefnavinnu geta nemendur t.d. rætt með hvaða hætti sé skynsamlegt að afla heimilda, vinna úr þeim og miðla. Niðurstöður rann- sókna gefa því miður til kynna að nemendum séu of sjaldan sköpuð tækifæri til að nota tungumál náttúrufræðinnar. (Wellington and Osborne, 2001, bls. 82) Verklegar æfingar eru ein leið til að efla umræður um vísindi og náttúrufræði. „ Menntun til sjálfbærni miðar að því að gera fólki kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags . (AN 2011, bls. 17)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=