Verklegar æfingar í náttúrufræði
77 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Á hvaða kerti slokknar fyrst? Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara • Logarnir slokkna ekki samtímis. • Heita súrefnissnauða loftið frá logunum stígur upp því það er eðlisléttara en kalda loftið í kring. Kalda súrefnisríkara loftið leitar þá niður. Þess vegna slokkna efstu log- arnir fyrst og þeir neðstu síðast. • Þetta er ástæðan fyrir því að maður á að halda sig nálægt gólfinu (skríða) ef það kviknar í. Mikilvægt er að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga. Reynst hefur vel að hafa einungis 4 eldspýtur í eldspýtustokkunum sem nemendur fá.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=