Verklegar æfingar í náttúrufræði

76 Bygging og eiginleikar efnis Á hvaða kerti slokknar fyrst? Efni og áhöld 2 eða fleiri kerti, (kerta)diskur, eldspýtur, stór glerkrukka, kennaratyggjó. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Skráið. Framkvæmd • Hafið kertin mismunandi há (eins og í aðventustjaka). • Festið þau á disk með kennaratyggjói svo að þau standi örugglega. • Kveikið á öllum kertunum. • Hvolfið krukkunni varlega yfir öll kertin. • Fylgist vel með því sem gerist. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=