Verklegar æfingar í náttúrufræði

75 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Flaska og peningur Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar fyrir kennara Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • kalt loftið í flöskunni hitnar þegar flaskan er vermd og þrýstingurinn hækkar. • þegar þrýstingurinn í flöskunni er orðinn nægur til að lyfta peningnum upp lekur svolítið loft út og peningurinn fellur aftur. Hentugt er að nota gosflöskur eða litlar vínflöskur. Athugið að brúnin á flöskuhálsinum þarf að vera slétt. Gott er að hafa nokkrar flöskur til taks í frystinum. Útskýring Loft er að mestu blanda niturs (80%) og súrefnis (20%). Andrúmsloft er í raun ósýnilegar efnisagnir á stöðugri ferð um það rými sem þeim stendur til boða. Agnirnar taka aðeins lítinn hluta af rýminu en að mestu leyti er það tómarúm. Þegar loftið í flöskunni er hitað eykst hreyfiorka efnisagnanna og þrýstingurinn inni í flösk- unni eykst og lyftir peningnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=