Verklegar æfingar í náttúrufræði

74 Bygging og eiginleikar efnis Flaska og peningur Efni og áhöld Lítil flaska úr gleri, 5 krónu peningur, frystir. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd vel yfir. Setjið fram tilgátu. Framkvæmd • Hafið flöskuna í frysti í nokkrar mínútur. • Takið flöskuna úr frysti. • Bleytið opið á flöskunni og leggið peninginn ofan á eins og lok. • Látið flöskuna standa á borði og hitið hana upp með því að halda utan um hana með höndunum. • Skráið framkvæmdina. Niðurstaða • Hvað gerðist? Hvers vegna? • Útskýrið með mynd og texta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=