Verklegar æfingar í náttúrufræði

70 Bygging og eiginleikar efnis Heitt og kalt loft Efni og áhöld Plastflaska, blaðra, há skál (fata), heitt vatn, klaki eða ískalt rennandi vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd tilraunarinnar og skráið hjá ykkur tilgátu um hvað gerist í tilrauninni. Framkvæmd • Festið blöðruna yfir flöskuhálsinn. • Setjið flöskuna ofan í skálina (fötu) og fyllið skálina af heitu vatni úr krananum. • Bíðið í nokkrar mínútur, hvað gerist? • Hellið síðan vatninu úr skálinni og fyllið hana af klaka. • Hvað gerist núna? Niðurstaða • Skráið hvað þið gerðuð. • Sýnið með myndum hvað gerðist og útskýrið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=