Verklegar æfingar í náttúrufræði

69 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Hvað er í krukkunni? Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar • Setjið vatn í háa glæra skál. Takið krukku eða glas og hvolfið ofan í skálina. Þá sést að vatnið fer ekki inn í krukkuna/glasið. • Prófið að láta nemendur draga loft inn í plastsprautu, halda fingri fyrir opið á spraut- unni og ýta stimplinum inn á við eins langt og hægt er. Hvað kemur í ljós? Hvað gerist þegar stimplinum er sleppt? Útskýring Þegar krukkunni var lokað með kennaratyggjóinu var hún full af lofti og því ekkert pláss fyrir vatnið. Loftið þrýstir á vatnið í trektinni. Þegar kennaratyggjóið var gatað komst loftið út um gatið og þá myndaðist rými fyrir vatnið. Sameindir loftsins eru á stöðugri hreyfingu og valda þrýstingi þegar þær rekast á eitthvað annað í umhverfi sínu. Þegar stimplinum á sprautunni er ýtt inn fá þær minna rými til ráðstöfunar og eru sífellt að rekast á innra borð plastsprautunnar. Árekstarnir valda þrýstingi og þess vegna skýst stimpillinn út þegar honum er sleppt. Loftkennt efni hefur massa og ástand þess er tilgreint með kennistærðum á við hitastig og þrýsting. Þrýstingur er kraftur á flatareiningu. Við sjávarmál er loftþrýstingurinn 1 bar eða 1000 mbar (millibar).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=