Verklegar æfingar í náttúrufræði
5 1. Inngangur 1. Inngangur Umfjöllun um náttúru og umhverfi hefur frá örófi alda verið lykilþáttur í menntun manna. Á forsögulegum tímum, í fornöld, á miðöldum og í nútíma hefur þekking á fyrirbærum náttúrunnar, rannsóknir á náttúruöflum, viðhorf til umhverfisins og hagnýting náttúru- gæða skipt sköpum í lífsbaráttu kynslóðanna. Þegar Guðmundur Finnbogason lagði grunn að íslenskri alþýðumenntun með bók sinni Lýðmenntun árið 1903 lagði hann áherslu á að „… engin námsgrein virðist nauðsynlegri en náttúrufræðin, sé litið til gildis þess sem hún hefur fyrir mannlífið.“ (Guðmundur Finn- bogason, 1903, bls. 86) Guðmundur benti á að náttúrufræði væri svo yfirgripsmikil að ekki gætu nema tiltölulega fá atriði hennar orðið almenningseign. Því beri skólum að velja þau atriði til meðferðar sem best eru fallin til að auka þroska nemandans og jafnframt veita honum þekkingu sem kemur að haldi í daglegu lífi. Hann leggur líka áherslu á að viðfangsefni náttúrunnar tali auðveldlega til skynfæra vorra. Þau megi sjá, þreifa á, bragða og lykta. Við eigum að nýta hvert tækifæri til að læra af hlut- unum sjálfum, því „sjón er sögu ríkari“. Náttúrufræðin ætti fyrst og fremst að venja menn á að athuga vel, greina skýrt og vel einkenni hluta og viðburða, líkingu þeirra og mismun. Skráning slíkra athugana, með texta eða teikningu, væri mikilvæg því þannig verði skynj- anir skýrari og hugmyndir ljósari. Náttúrufræðin kenni þannig mönnum betur að hugsa en flestar aðrar námsgreinar. (Guðmundur Finnbogason, 1903, bls. 87) Námsgreinin náttúrufræði hefur síðan þróast undir nöfnum margra kennslugreina og breyst mikið í íslenska skólakerfinu á rúmri öld, bæði inntak og áherslur í námskrám en einnig námsgögn og kennsluaðferðir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=