Verklegar æfingar í náttúrufræði

64 Bygging og eiginleikar efnis Matarlitur og vatn Efni og áhöld Stór glær skál, lítil krukka eða flaska með loki, matarlitur, kranavatn heitt og kalt. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Hellið köldu vatni í glæra skál þannig að vatnsdýptin verði meiri en hæðin á litlu krukkunni/flöskunni. • Fyllið litlu krukkuna/flöskuna með heitu vatni. Gætið þess að brenna ykkur ekki. • Bætið nokkrum dropum af matarlit út í. Skrúfið lokið á og blandið vel. • Setjið krukkuna/flöskuna ofan í skálina og losið tappann varlega af. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? • Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist. • Getið þið fundið svipað fyrirbæri í náttúrunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=