Verklegar æfingar í náttúrufræði

63 Bygging og eiginleikar efnis Kennarasíða – Gos Markmið Nemandi á að: • átta sig á muninum á frumeind og sameind. • átta sig á muninum á frumefni og efnasambandi. • átta sig á muninum á föstum efnum, vökvum og lofttegundummeð tilliti til hreyfinga sameinda. • átta sig á muninum á massa og rúmmáli og helstu mælieiningum þessara eiginleika. • skilja hugtakið leysni. Ábendingar • Best er að kennari sé búinn að bora gat á lok litlu krukkunnar áður en tilraunin er gerð. • Krónupeningarnir eru bara farg til að halda krukkunni niðri. • Gott er að skoða „gosið“ ofan frá og frá hlið. Útskýring Þar sem sprittið inniheldur alkóhól er það eðlisléttara en vatn. Þess vegna leitar það upp í köldu vatninu. Ef sprittið er við herbergishita verður munur á eðlisþyngd milli vökvanna stærri. Þegar það stígur upp úr krukkunni rennur kalt vatn inn í staðinn. Það tekur sprittið nokkra stund að streyma úr krukkunni. Þar sem krukkan er gegnsæ og litamunur er á vökv- unum sést greinilega hvernig vökvaskiptin í krukkunni fara fram. Mikilvægt að nemendur ræði saman um niðurstöðuna og beri t.d. saman við aðrar tilraunir sem þeir hafa gert af svipuðum toga. Aðrar hliðstæðar tilraunir • Matarlitur og vatn bls. 56 • Foss bls. 58

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=