Verklegar æfingar í náttúrufræði

62 Bygging og eiginleikar efnis Gos Efni og áhöld Lítil gegnsæ krukka með loki, há glær krukka eða hátt bikarglas, spritt, matarlitur (t.d. rauður), vatn, 2 krónupeningar. Tilgáta Lesið lýsingu á framkvæmd og setjið fram tilgátu um það sem þið haldið að muni gerast. Skráið tilgátuna. Framkvæmd • Borið eða skerið kringlótt gat sem er u.þ.b. 10 mm í þvermál á lokið á litlu krukkunni. • Setjið krónupeningana í krukkuna og hellið spritti alveg upp að barmi. • Setjið nokkra dropa af matarlit út í sprittið og setjið lokið á. • Fyllið háu krukkuna (bikarglasið) af mjög köldu vatni. • Haldið fyrir gatið á lokinu á litlu krukkunni með þumalfingri og setjið hana varlega á botninn á stóru krukkuna með kalda vatninu. • Takið höndina varlega upp úr krukkunni. • Fylgist með því sem gerist. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvað gerðist? Lýsið með orðum og mynd. • Reynið að útskýra út frá eðlisfræði hvers vegna þetta gerðist. Bygging og eiginleikar efnis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=