Verklegar æfingar í náttúrufræði
61 Bylgjur og hljóð Kennarasíða – Flöskur og hljóð Markmið Nemandi á að: • þekkja bylgjueiginleika yfirborðsbylgna á vatni og bylgna á streng. • gera sér grein fyrir skynjanlegum eiginleikum hljóðs. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • þjálfist í að mynda og hlusta á margvísleg hljóð. • geri athuganir þar sem greint er á milli lágra og hárra tóna. • átti sig á að flöskur með mismunandi vatnshæð mynda mismunandi tóna. • átti sig á að lögun (stærð) flasknanna hefur áhrif á tónhæðina. • átti sig á að þegar blásið er við flöskustútinn myndast þrýstingssveiflur í flöskunni sem við skynjum sem hljóð. Tónhæðin ræðst af lögun og rúmmáli flöskunnar, á svip- aðan hátt og lengd orgelpípu ræður tónhæð hennar. • beri hljóðin úr flöskunum saman við hljóð strengjahljóðfæra. Tónhæð í hálffylltri flösku ræðst af rúmmáli og hæð loftsúlunnar sem eftir er í flöskunni. Flöskunum má líkja við orgelpípu sem er lokuð í annan endann en opin í hinn. Öldu- lengd fyrir grunntón slíkrar pípu er fjórföld lengd pípunnar. Harðir og sléttir fletir endurkasta hljóðbylgjum vel. Mjúkir fletir og gljúp efni (steinull) gleypa hljóðbylgjur. Tónhæð ræðst af tíðni þrýstingssveiflna loftsins. Háir tónar hafa háa tíðni og stutta bylgjulengd, lágir tónar hafa lægri tíðni og lengri bylgjulengd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=