Verklegar æfingar í náttúrufræði
60 Bylgjur og hljóð Flöskur og hljóð Efni og áhöld Glerflöskur af svipaðri stærð og lögun (8 stk.), einnig nokkrar flöskur í mismunandi stærðum, slegill, vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvernig tónhæð tengist vatnshæð í flöskunum. Framkvæmd • Setjið vatn í allar flöskurnar sem eru svipaðar að stærð nema eina og látið yfirborð vatnsins í þeim vera mishátt. • Sláið í flöskurnar hverja á fætur annarri með slegli. • Raðið þeim í röð eftir tónstiganum. • Reynið að spila lag. • Takið nú flöskur í ýmsum stærðum. • Blásið þvert á stút þeirra. • Hvað heyrið þið? • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvers vegna haldið þið að tónhæðin sé mismunandi? • Getið þið spilað lag á flöskurnar? • Lýsið og útskýrið. Teiknið mynd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=