Verklegar æfingar í náttúrufræði

58 Bylgjur og hljóð Syngjandi vínglös Efni og áhöld Nokkur vínglös, vatn. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvað þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Hellið svolitlu af vatni í vínglas. Setjið glasið á borð og haldið fast í fótinn með annarri hendi. • Vætið einn fingur á hinni hendinni og strjúkið fingrinum hægt og mjúklega eftir barminum á glasinu. • Prufið ykkur áfram með því að nudda fastar eða lausar, þar til glasið fer að „syngja“ skírum tóni. Þetta krefst töluverðrar æfingar. • Hellið nú mismiklu vatni í glösin og látið þau „syngja“. • Reynið að spila lag. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Hvernig breytist tónhæðin í glösunum með vatnshæð í þeim? • Lýsið, útskýrið og teiknið mynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=