Verklegar æfingar í náttúrufræði

57 Bylgjur og hljóð Kennarasíða – Hljóð með blæstri? Markmið Nemandi á að: • þekkja bylgjueiginleika yfirborðsbylgna á vatni og bylgna á streng. • gera sér grein fyrir skynjanlegum eiginleikum hljóðs. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur: • þjálfist í að mynda og hlusta á margvísleg hljóð. • geri athuganir þar sem greint er á milli lágra og hárra tóna. • átti sig á að mismunandi hæð rörsins í vatninu myndar mismunandi tóna. • beri saman hljóðin úr rörinu í krukkunni við hljóð blásturshljóðfæra. • átti sig á að tónarnir verða dýpri eftir því sem stærri hluti rörsins stendur upp úr, þ.e. stendur hærra í vatninu. • átti sig á að hljóðstyrkur ákvarðast af því hversu mikla orku bylgjan flytur. • átti sig á að sveifluvídd hljóðbylgju segir til um hversu sterkt hljóðið er. Sterkar hljóð- bylgjur eru orkuríkar og hafa mikla sveifluvídd. • átti sig á að hljóð berst í lofti, vökva og föstu efni. Hljóð berst hraðast í föstum efnum, hægar í vökva og hægast í lofti. Athugasemd : Það krefst töluverðrar æfingar að ná góðum tóni þegar blásið er í rörið áður en maður fer að hreyfa það. Hægt er að nota rafmagnsrör u.þ.b. 14 mm að þvermáli, glerrör u.þ.b. 6 mm að þvermáli og önnur stíf rör/hólka sem þið eigið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=