Verklegar æfingar í náttúrufræði

56 Bylgjur og hljóð Hljóð með blæstri Efni og áhöld Há krukka, nokkur mismunandi rör úr stífu plasti með þvermál á bilinu 5 til 25 mm (t.d. raflagnarör) og lengd 15 til 30 cm. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og setjið fram tilgátu um hvað þið haldið að muni gerast. Framkvæmd • Fyllið krukkuna með vatni að 2 3 hlutum. • Haldið rörinu þannig að annar endi þess fari ofan í vatnið en hinn standi upp úr krukkunni. • Blásið þvert á efri enda rörsins, samsíða opinu. Ef rétt er blásið myndast flaututónn. Þið þurfið ef til vill að reyna nokkrum sinnum. Þetta krefst þolinmæði. Ef illa gengur má reyna rör með öðru þvermáli. • Hreyfið nú rörið upp og niður á meðan þið blásið. • Hlustið vel. • Lýsið framkvæmdinni. Niðurstaða • Prófið nú með öðrum lengdum. Breytist eitthvað? • Hvers vegna breytist hljóðið? Lýsið og útskýrið. • Teiknið mynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=