Verklegar æfingar í náttúrufræði

53 Bylgjur – ljós Kennarasíða – Litrófið og Linsur Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að til þess að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • hvítt ljós er blanda af öllum litum litrófsins. • hægt er að ná fram litrófi (regnbogalitum) úr hvítu ljósi með prisma. Límböndin á framhlið strendingsins mynda ljósop sem takmarkar breidd hvers litasvæðis svo að þau skarast minna og litaskiptingin verður skýrari. Athugið að það krefst þolinmæði að finna rétt innfallshorn á strendinginn. Orðskýringar Litróf : Hvítt ljós er samsett úr geislum með marga mismunandi liti sem spanna frá rauðu yfir gult, grænt og blátt, til fjólublás. Við tölum um litakvarðann sem litróf. Orðið er myndað á sama hátt og stafróf. Safnlinsa er mynduð úr gegnsæu efni þannig að ytri fletir eru kúptir. Hún er því þynnst úti við jaðrana og þykkust í miðju. Með ljósbroti á ytri flötum beinir hún samsíða geislum í brennipunkt í fjarlægðinni brennivídd handan linsunnar. Safnlinsa virkar sem stækkunar- gler þegar horft er í gegnum hana á fyrirmynd sem er nálægt linsunni. Með meiri fjar- lægð milli linsu og fyrirmyndar eykst stækkunin þar til brennivídd er náð. Utan hennar sést mynd af fyrirmyndinni á hvolfi. Dreifilinsa er með íhvolfa ytri fleti og er því þynnst í miðju og þykkari út við brúnir. Hún dreifir geislum sem falla samsíða á hana. Í gleraugum nærsýnna eru dreifilinsur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=