Verklegar æfingar í náttúrufræði

52 Bylgjur – ljós Litrófið Efni og áhöld Prisma (glerstrendingur), vasaljós, litir, ógegnsætt límband. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Festið ógegnsætt límband á eina hlið strendingsins þannig að eftir standi u.þ.b. 2 mm breið auð rák í miðjunni sem nær milli endaflatanna (samsíða flatanna). • Haldið á prismanu og lýsið með vasaljósinu í gegnum það frá hliðinni með límbandinu. • Snúið því þar til þið sjáið litróf myndast. Auðveldast er að gera þetta í myrkvuðu herbergi. Það getur tekið smástund að finna réttan flöt til þess að lýsa í gegnum (rétt innfallshorn). Niðurstaða • Hvað sáuð þið og hvers vegna gerðist þetta? • Teiknið mynd af því sem þið sáuð og útskýrið út frá eðlisfræði. Linsur Efni og áhöld Plastkubbur, kúptur plastkubbur, íhvolfur plastkubbur. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Skoðið bókstafi í gegnum plastkubbana. • Er einhver munur á bókstöfunum eftir lögun kubbanna? Niðurstaða • Hvað segir þetta um ljósdreifingu í linsum? • Hvað kallast íhvolf linsa? Hvað kallast kúpt linsa? • Teiknið skýringarmyndir af linsum og útskýrið hvernig þær eru notaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=