Verklegar æfingar í náttúrufræði

50 Bylgjur – ljós Skuggamyndir Efni og áhöld Hvítt karton (eina heila örk og aðra til að klippa), skæri, vasaljós, leir. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Klippið karl út úr kartoninu. • Stillið heilu örkinni upp (t.d. við bækur). • Látið pappírskarlinn standa á leirklessu fyrir framan heilu örkina. • Leggið vasaljósið þannig að það lýsi á bakhlið karlsins. • Látið vasaljósið liggja kyrrt en færið karlinn fram og aftur. • Breytist eitthvað? Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Teiknið skýringarmynd og reynið að útskýra út frá eðlisfræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=