Verklegar æfingar í náttúrufræði

49 Bylgjur – ljós Kennarasíða – Speglun Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að til þess að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • ljós hegðar sér á svipaðan hátt og tennisbolti, þegar ljósið fellur á flöt getur það endur- kastast af honum, þetta endurkast ljósgeislanna kallast speglun. • spegill er sá hlutur sem hefur nægilega slétt yfirborð til að endurvarpa ljósi og skapa mynd. • þegar ljósið endurkastast af fleti sem er ekki alveg sléttur dreifist ljósið í margar áttir og þá kemur fram dreifð speglun. Orðskýringar Sléttur spegill : Spegill með fullkomlega sléttu (plan) yfirborði. Kúptur spegill : Spegill með yfirborði sem bungar út. Ljósgeislarnir dreifast þegar þeir endur- varpast af yfirborði hans. Holspegill : Spegill með íhvolfum speglunarfleti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=