Verklegar æfingar í náttúrufræði

48 Bylgjur – ljós Speglun Efni og áhöld 3 speglar, leir, kennaratyggjó eða strigalímband, hvítt blað, bréfaklemmur, kubbar, mislitar pappírs- og álpappírsagnir. Tilgáta Lesið kaflann um framkvæmd og skráið hjá ykkur það sem þið haldið að gerist. Framkvæmd • Festið tvo spegla saman með leir, kennaratyggjói eða á jöðrum með límbandinu og stillið þeim á borð eins og opinni bók. Dragið strik á blaðið og komið því fyrir milli speglanna. • Stækkið og minnkið hornið milli speglanna. Hvað gerist? • Setjið nokkrar bréfaklemmur/kubba á borðið milli speglanna. • Stækkið og minnkið hornið milli speglanna. Hvað sjáið þið? • Búið til þríhyrning með því að bæta þriðja speglinum við. Festið með leir eða kennara- tyggjói. Horfið niður í miðju þríhyrningsins. Hvað sjáið þið? • Látið pappírs- og álpappírsagnirnar detta niður í þríhyrninginn. Hvað sjáið þið? • Takið nú tvo spegla og festið þá með leir eða kennaratyggjói upp á rönd með spegil- hliðina hvora gegnt annarri. Setjið bréfaklemmur/kubba á milli speglanna. • Horfið fyrst í annan spegilinn og síðan í hinn. Hvað sjáið þið? Niðurstaða • Hvað gerðist og hvers vegna? • Teiknið skýringarmynd og reynið að útskýra út frá eðlisfræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=