Verklegar æfingar í náttúrufræði

47 Bylgjur – ljós Kennarasíða – Fer ljósgeisli í gegnum vökva? Markmið Nemandi á að: • gera sér grein fyrir að til þess að hlutir sjáist verður ljós að berast frá þeim. Ábendingar Tilgangurinn er að nemendur átti sig á að: • efni sem hleypir ljósi greiðlega í gegnum sig s.s. gler, vatn og loft er sagt gegnsætt en efni sem ekki hleypir ljósi í gegnum sig er ógegnsætt eins og t.d. þykkur pappír, járn eða mjólk. • geislinn sést ekki í tæru vatni. Mjólkin myndar smáa fitudropa í vatninu, sem dreifa ljósinu svo geislinn verður sýnilegur. Þegar fitudropunum fjölgar mikið með meiri mjólk, dreifist svo mikið úr geislanum að efnið verður ógegnsætt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=